Biskupstungnadeild

 

Vatnsleysugirðing í Biskupstungum.

Girt fyrst 1909. Reitnum er plantað af Umf. Bisk. 1950.

Pantaðar birkiplöntur og 1000 furuplöntur (skógarfura) frá Tum.

Hákon tilkynnir afhendingu 500 plantna af rauðgreni, furu og sitkagreni.

2 júní rjóðurfellt og plantað 1500 barrplöntum. Verkstjóri Helgi Kr. Einarson á Hjarðarlandi.

Sitkagrenið sem plantað var 1950 er sennilega af kvæminu Copper River Valley.

1952. Plantað 4000 skógarfurum í Vatnsleysugirðingu með hjálp Norðmanna úr skiptiferð það ár.

Með þessu er girðingin full. Sjá nánar í “Árskógum” riti Skf.Árn.

Nóv.2000. Grisjað er af starfsmönnum Skógræktar ríkisins. Grisjunin er greidd af Skf.Árn, Skógrækt ríkisins og Suðurlandsskógum, þriðjung hver.

Gerðar voru mælingar í sambandi við grisjunina í nóv 2000.

Kvæmi: Copper River Valley.

Fjöldi trjáa fyrir grisjun: 4600 pr ha.

Grunnflötur fyrir grisjun 64,6 m2 pr.ha.

Meðalhæð fyrir grisjun 9,9 metrar.

Yfirhæð fyrir grisjun: 12,1 metri.

Standandi timburmagn fyrir grisjun (Volum) (eftir Strand volum chart): 320 m3. Pr ha.

Grisjunarmagn: 2600 tré pr ha.

Grisjað magn: (volum) 130 m3 pr ha

Fjöldi trjáa eftir grisjun: 2000 stk.

Grunnflötur eftir grisjun 35,3 m3

Standandi timbumagn eftir grisjun 190 m3 pr ha.

Standandi magn viðar fyrir grisjun 320 m3 pr ha. = 100 %

Grisjað magn 130 m3 pr ha = 40,6 %

Standandi magn viðar eftir grisjun 190 m3 pr ha = 59,4%

Varlega var farið í grisjunina vegna þess hve þétt trén stóðu, 4600 tré pr ha og króna þeirra var lítil. Grisjunartöflur ráðleggja að magn trjáa pr ha sé ca 1350 tré við yfirhæð 12 metra. Hér þurfti því að taka út 3250 tré pr ha.

Ráðgert er að grisja aftur eftir 2-4 ár og koma þá trjáfjölda í rétt horf.

Talsvert var spáð í það hvort láta ætti vera að grisja, og láta sjálfgrisjun fara fram, en þar sem stofnar flestir voru mjög grannir þá var ákveðið að grisja. Einn og einn sver stofn var höggvinn.

Fyrir grisjun voru flestir stofnar í 9-11 cm þvermálsflokkum en eftir grisjun eru flestir stofnar í 13-17 cm þvermálsflokkum.

Einnig var í nóv 2000 grisjað rauðgrenið í vestari hluta girðingarinnar.

Skógræktarfélag Árnesing Snæfoksstöðum Grímsnesi Pósthólf 19, 802 Selfossi www.skógarn.is sími 8936103