Grímsnesdeild

Þrastarskógur.
18. okt 1911. Gjafabréf til Ungmennafélags Íslands frá Tryggva Gunnarssyni þá 76 ára.
Spilda úr landi Öndverðaness: 140,5 vallardagslátta að stærð.
Guðmundur Davíðsson félagi í sambandstjórn UMFI, tekur að sér að girða landið með
aðstoð tveggja manna með 732 faðma langiri girðingu sem kostaði 1.108,77 krónur.
Tvö tré gnæfðu þá upp úr kjarrinu, reyniviðartré. Tryggvatré.
Nafnið fær skógurinn 1913, og er það Guðmundur Davíðsson sem það ákveður í grein í
Skinfaxa, málgagni UMFÍ.
1924 er ráðinn skógarvörður í Þrastaskóg: Aðalsteinn Sigurmundsson kennari á
Eyrarbakka og skyldi hann vera í skóginum þegar mest er um ferðafólk. Hann skyldi
grisja skóginn og vinna að ýmsum lagfæringum. Framlög frá héraðsamböndum og
ungmennafélögum fjármagna störf skógarvarðarins.
Gistihúsið Þrastarlundur:
Eftir umræður um þörf þess að reist verið gistihús við Þrastarskóg allt frá árinu 1915
verður loks að því að hús er reist við Sogsbrúna árið 1928. Er þar að verki Elín Egilsdóttir
sem hefur tekið á leigu lóð undir húsið. Hún undirgengst það að hafa skógarvörð í fæði
og húsnæði og skaffar geymslu undir áhöld hans. Bætt var við húsið 1930 baðstofa:
vandaður salur og fagur, þar sem stórt hundrað manna getur setið að borðum.
Húsið gengur kaupum og sölum tvisvar sinnum og er í leigu hjá breska setuliðinu 1942 er
það brennur til kaldra kola síðla vetrar.
UMFÍ nýtir aðstöðuna strax og heldur sambandsþing 1929
Nýr sölu og veitingaskáli byggður 1964 og 5.
Skógvarsla 1924 – 1934 Aðalsteinn Sigurmundsson.
Þórður J. Pálsson 1934 (13 ára) – 1943 – 1970.Vinnur mikið að plöntun.
Gróðursetningar:
1927: 60 furuplöntur
1937: 2700 trjáplöntur frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hin ýmsu ungmennafélög fá afmörkuð svæði í Þrastarskógi til gróðursetningar.
Opinber framlög til skógarins frá 1959 (15.000) til 1965 (45.000)
Minnisvarði um Aðalstein Sigurmundsson 15 sept 1957
Gerður af Ríkharði Jónssyni, úr stuðlabergi úr Vörðufjalli á Skeiðum.
Þrastarskógarnefnd heldur fyrsta fund sinn 22 maí 1960. Formaður Þórður Pálsson.
Vegur ruddur inn að samkomusvæðinu 1961. Sem byrjað er á 1962 en ekki lokið fyrr en
um 1970. Ekki eru tiltækar upplýsingar um gróðursetningar í Þrastaskógi.

Skógræktarfélag Árnesing Snæfoksstöðum Grímsnesi Pósthólf 19, 802 Selfossi www.skógarn.is sími 8936103