Eldiviður

Hjá Skógræktarfélagi Árnesinga getur þú keypt eldivið í arininn eða kamínuna í bústaðinn.  Tilvalið fyrir alla þá sem eiga sumarbústað í Grímsnesi og nágrenni.

Fura, ösp og stundum birkiviður er til í pokum eða í heilum 1m3 grindum.

Hægt er að kaupa eldiviðinn í starfsstöð okkar að Snæfoksstöðum.

Opið flesta virka daga, en rétt er þó að hringja á undan sér því starfsmenn geta verið í skóginum við vinnu.  893-6103

Skógræktarfélag Árnesing Snæfoksstöðum Grímsnesi Pósthólf 19, 802 Selfossi www.skógarn.is sími 8936103