Snæfoksstaðir

Smelltu hér til að skoða afurðir úr skóginum.

Sumarhús í Snæfoksstaðalandi – Erindi á aðalfundi Grámosans.

Útivist á Snæfoksstöðum – nokkrar myndir

 

Svipmyndir af framleiðslu

 

Jólatré

Skífuvél Guðmundar Magnússonar
Guðmundur Magnússon á Flúðum í Hrunamannahreppi, smiður og frumkvöðull flutti inn frá Kanada 2009, vél sem sagar skífur, sem notaðar eru á þök og veggi.
Löng hefð er í Kanada og Bandaríkujum N-Ameríku fyrir notkun slíkra skífa og hafa þær verið notaðar í hundruð ára. Fyrri gerðir voru klofnar úr viðarbútum, en nú er farið að saga þær.
Skífurnar eru um 50 cm langar og eru kóniskar: allt frá ca 2 mm í annan endan upp í ca 8-10 mm í hinn endann. Breidd skífanna getur verið breytileg og fer eftir því efni sem til er hverju sinni. Mismunandi breiddir eru notaðar hver innan um aðra, lengdin þarf alltaf að vera sú sama.
Skífurnar eru látnar skarast um helming og lagðar þannig á misvíxl að hvergi leki. Skífurnar eru negldar á lektur og halda naglar skífunum föstum. Naglarnir sjást ekki; eru faldir undir skífunum.
Halda mætti að viður myndi endast illa við svo rakt loftslag sem hér er. Skífurnar fúna seint og galdurinn bak við það er hversu þunnar þær eru. Skífurnar þorna ævinlega alveg í gegn öðru hverju og það er nóg til þess að drepa allan fúasvepp í þeim.
Guðmundur framleiðir skífurnar eftir pöntun og leiðbeinir með notkun þeirra.

Skógræktarfélag Árnesing Snæfoksstöðum Grímsnesi Pósthólf 19, 802 Selfossi www.skógarn.is sími 8936103