Afurðir úr skóginum

Afurðir úr skóginum.

Skógræktarfélag Árnesinga  vinnur afurðir úr grisjunarviði úr skóginum.

Villipanell: ókantskorin borð af ýmsum breiddum, meðalbreidd 5-7 tommur. Mælt á miðju borðs. Villipanellinn er 19 mm þykkur og seldur yfirleitt óheflaður.  Villipanellinn  er notaður sem standandi klæðning á minni hús og væntanlega einnig nothæfur á  sumarbústaði.  Panellinn er einnig notaður í skjólgrindur.  Börkur fylgir panelnum, en hann flagnar af með tímanum.  Panellinn er yfirleitt sagaður úr sitkagreni, en ekkert er því til fyrirstöðu að saga hann úr öðrum trjátegundum.

Borðbekkur: Grind borðanna er venjulega úr sitkagrenivið  en  plata og  bekkir  úr  ösp.  Smíðað eftir pöntunum.  Verð kr 50.000 + vsk.

Sag: mikið fellur til af sagi við flettingu grisjunarviðarins.  Sag er til sölu oftastnær..

Kurl: Allur afskurður úr timburflettingunni er kurlaður. Kurl er selt laust og er mokað á kerrur með dráttarvél.  Kurl er ekki alltaf til.    Hringið og aflið upplýsinga.  864-1106.

 

Skógræktarfélag Árnesing Snæfoksstöðum Grímsnesi Pósthólf 19, 802 Selfossi www.skógarn.is sími 8936103